KONA OG BARN

Sítt brúnt hár, blítt bros og augun – mikið langaði mig að týnast í þessum augum. Nærfærin kenndi hún mér nánd og unað í ástaleikjum, hvað mátti og hvað mátti ekki. Ég mátti til dæmis ekki gæla við litlu, fallegu brjóstin hennar með tungunni. Það kom nefnilega sérkennileg lykt af þeim morguninn eftir.

Rauður bjarmi í austri. Það logaði enn á kertum og það var blettur í lakinu. „Helltist niður rauðvín?“

„Óskaplegur kjáni geturðu verið.“ Hún hjúfraði sig upp að mér.

„Mig langar til að eignast barn með þér.“

Hvers vegna eignuðumst við ekki barn?

Fyrri    –    Yfirlit örsagna    –    Næsta