Napur haustmorgunn – slydda – þéttur skýjabakki grúfir yfir. Hafnarfjarðarvagn á leið til Reykjavíkur. Hann stoppar á Linnetstígnum. Inn fikrar sig léttklæddur maður; hefur greinilega skemmt sér ótæpilega um nóttina. Hann biður vagnstjórann um far, segist hafa týnt veskinu sínu.
„Snautaðu út úr vagninum mínum“ hvæsir stjórinn. Andlit hans tútnar út og verður blóðrautt.
Þegar vagninn er kominn inn á Reykjavíkurveginn hrekk ég við. „Hvað er að mér. Þetta var Megas. Hvílík heimska!“
Ég hefði getað boðið honum far með strætónum mínum.
Fyrri – Yfirlit örsagna – Næsta