Ég er þessa dagana að kaupa ýmsan bráðnauðsynleg hluti á netinu, til dæmis: Geislaljós, Afstressunarappírat, Sterka segla (stafir og kúlur til að halda þeim saman) og síðan eitthvað þrennt annað sem ég man ekki hvað er (pakkarnir eru á leiðinni).
Svo fór ég á bílskúrssölu Í Heiðmörk 72 og keypti þar forláta bollapör (8 stykki) og kökudiska, rjómakönnu, kaffikönnu, teketil og sykurkar (allt var þetta skreytt með myndum af japönskum geisum), tvenna ullarsokka, lítinn rauðan olíulampa (sem þoldi tvennar upptendranir), gítarspilandi engil og sellóleikandi yngispilt. Ef ég hefði haft meiri pening þá hefði ég látið freistast af fleiru. Þarna voru forláta íslenskar lopapeysur prjónaðar í Kína (á 2000 krónur). Allt hræbillegt – verst að ég á ekki bílskúr.
Fyrri – Yfirlit góðgætis – Næsta