Helgi Kristjánsson, leikfélagi minn frá bernskuárunum í Hveragerði, býr nú í Svíþjóð. Þegar hann varð fertugur þá hélt hann upp á daginn hér heima á Íslandi. Leynigestur var pantaður á staðinn og var hann ekki af verri endanum: Halldór Gunnarsson; fyrrum leikfélagi okkar Helga; Þokkabótarmaður að auki; og töframaður á píanó.
Undir borðum sátu þeir félagar saman og spjölluðu um gömlu góðu dagana. Þar kemur í samtalinu að Halldór spyr: „Ertu búinn að fara til Hveragerðis?“ Helgi svarar: „Já, það hef ég. Margt hefur breyst í þorpinu okkar. Satt að segja þekki ég fleiri í kirkjugarðinum en í en í þorpinu sjálfu“.
Fyrri – Yfirlit góðgætis – Næsta