GÓÐUR DRENGUR GENGINN

Vinur minn og fyrrum samkennari er látinn. Vinir hans og ættingjar geyma í hjarta sér góðar og hlýjar minningar – um góðan dreng. Ég gæti sagt svo margt um hann – en ég læt mér nægja tvær sögur af honum – allir sem þekktu hann kannast eflaust við þennan Jóhann:

Eitt sinn spurði nemandi Jóa, sem var að lesa fyrir stúdentspróf, hvort sömu spurningarnar kæmu alltaf á lokaprófinu. Jói var fljótur til svars: “Já, það eru alltaf sömu spurningarnar á lokaprófinu. Við breytum bara svörunum”.

Jói og Ragnheiður kona hans buðu mér einu sem oftar í mat. Ég hlakkaði mikið til því alltaf fékk maður eitthvað ljúffengt að borða þar. Þegar ég var sestur með bjórdós í höndunum við dúkað borðið komu skötuhjúin gleiðbrosandi með matinn – þau höfðu notað matarliti til að lífga upp á réttina; blóðrautt kjöthakk; fagurgrænar hveitilengjur; og himinblátt hrásalat. Það þarf varla að geta þess að ég hélt hélt mig við bjórinn það sem eftir lifði kvölds. Og reyndar þorði ég ekki að hella honum í glas; óvíst væri hvaða litur kæmi úr dósinni.

 

Fyrri   –   Yfirlit góðgætis   –   Næsta