GÓLFÞVOTTUR

Hún lagðist á hnén. Fötuna undir ylvolgt vatnið hafði hún sér til hægri handar, dýfði tuskunni í og vatt hana mjúklega.

„Hvað er konan að gera,“ hugsaði ég, „hún hlýtur að vera sárþjáð í hnjánum“

Ég hélt áfram að virða fyrir mér vinnubrögð hennar. Krjúpandi á höndum og hnjám fór hún í hvern krók og kima herbergisins. Hún þvoði burt allt ryk og kusk og þegar hún kom að borð- eða stólfæti þá lyfti hún honum upp og hreinsaði lóna sem hafði safnast þar fyrir síðustu vikuna.

 

Fyrri    –    Yfirlit örsagna    –    Næsta