Ég hef nú lent í ýmsum hremmingum á ferðum mínum á Norðurlöndunum. Eitt sinn ætlaði ég að heimsækja Ranneigu Traustadóttur í Kaupmannahöfn. Hún bjó þar á stúdentagarði. Ég hringdi þangað og þar sem einungis einn sími var á ganginum fyrir framan herbergin, þá svaraði einhver stúlka símanum – sennilega dönsk. Okkur gekk illa að skilja hvort annað en svo náðum við saman og hún kallaði á Rannveigu í símann. Þegar við svo hittumst sagði Rannveig mér frá lýsingu stúlkunnar á samskiptunum: “Við skildum ekki hvort annað fyrr en ég fór að tala við hann á sænsku”.
Fyrri – Yfirlit góðgætis – Næsta