Limra sem ég held mikið upp á er eftir Þorstein Valdimarsson. Í mínum huga er hún Limran:
Ég aðhefst það eitt sem ég vil,
því aðeins að mig langi til.
En langi þig til
að mig langi til,
þá langar mig til, svo ég vil.
Eitt sinn heyrði ég þá sögu að Þorsteinn hafi flutt Limruna fyrir dágóðan hóp áheyrenda. Í hópnum var ung bókmenntaspíra. Hún steig upp og kom með langa og ítarlega greiningu á limrunni og þótti mörgum mikið til koma: Þarna var mætt spíra sem ætti framtíðina fyrir sér í menningarlífi Íslendinga. Þorsteinn varð hugsi við en sagði svo: “Þakka þér fyrir þessa góðu greiningu – en þegar limran varð til í höfði mér – þá var hún forleikur að samförum”.
Fyrri – Yfirlit góðgætis – Næsta